Algjör kaflaskil í sögu NATO

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og sagnfræðingur, segir í Dagmálum Morgunblaðsins að með innrás Rússlandshers í Úkraínu hafi orðið algjör kaflaskil í sögu Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem sjáist hvað best í því að Finnar og Svíar hafi ákveðið að öryggi ríkjanna sé best tryggt með aðild að bandalaginu. Segir hann það risastórt skref í sögu þessara ríkja.

Guðni segir NATO nú vera bandalag allra ríkja á Norðurlöndum og segir stuðning Íslendinga við aðild að NATO sjaldan eða aldrei hafa verið meiri. „Aðild Finna og Svía hefur breytt ásýnd bandalagsins stórkostlega að þessu leyti hér á þessum hluta jarðkringlunnar.“

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson.

Í dag eru liðin 75 ár frá stofnun NATO, 4. apríl 1949. Hugmyndin að NATO kviknaði í andrúmslofti mótuðu af vonum um að risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, myndu halda friðinn við lok seinni heimsstyrjaldar, og vinna saman að því leyti sem þau höfðu gert í stríðinu í baráttunni við öxulveldin; Hitlers-Þýskaland, Japan og Ítalíu, lengi fram eftir.

Guðni segir fljótt hafa komið á daginn að það hafi verið falsvon með öllu. Lýðræði leið undir lok í Tékkóslóvakíu árið 1948 en áður ræddi Winston Churchill járntjaldið sem skipti Evrópu í tvennt og Harry Truman um Truman-kenninguna. Hugmyndin um varnarbandalag vestrænna ríkja hafi þá hlotið fylgi vestan hafs og á meginlandi Evrópu. „Þá finnst mönnum að eigi það varnarbandalag að geta staðið undir nafni þá þurfi að hafa aðstöðu á Norður-Atlantshafi – þá þurfi Ísland að vera með.“ Það gerðist þó ekki hljóðalaust.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert