Fundur ríkisstjórnar hafinn

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra er hann mætti á fundinn í morgun.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra er hann mætti á fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 8.30 í húsnæði Umbru við Skuggasund. Miklar vangaveltur eru uppi um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og gert er ráð fyrir því að hún tilkynni um ákvörðun sína í dag.

Marg­ir telja að Katrín muni biðjast lausn­ar eft­ir fundinn fyr­ir sig og ráðuneyti sitt, ákveði hún að fara í fram­boð. Munu rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þá reyna að mynda nýja rík­is­stjórn und­ir for­sæti ann­ars.

Há­vær­ar vanga­velt­ur hafa verið síðustu daga um hvort Katrín myndi lýsa yfir fram­boði sínu, og hafa rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir setið á rökstól­um um fram­hald stjórn­ar­sam­starfs­ins.

Þing kem­ur sam­an á mánu­dag­inn eft­ir páskafrí og er talið að liggja þurfi þá ljóst fyr­ir hvort Katrín láti verða af fram­boði sínu.

Lilja ALfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, er hún mætti á fundinn …
Lilja ALfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, er hún mætti á fundinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert