Borinn út af lögreglumönnum á Hlemmi

Frá aðgerð lögreglu.
Frá aðgerð lögreglu. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Kalla þurfti til lögreglu vegna atviks sem átti sér stað á mathöllinni á Hlemmi í gær. Var dreng og stúlku m.a. vísað út.

Ekki liggur fyrir hvers vegna viðkomandi var vísað út en samkvæmt upplýsingum mbl.is var drengur borinn út af fjórum lögreglumönnum. 

Fjöldi viðskiptavina var á mathöllinni þegar atvikið átti sér stað.

Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. 

Uppfært 7. apríl klukkan 13.37:

Upphaflega kom fram að kona og maður hefðu verið handtekin á mathöllinni. Það er ekki rétt. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert