Guðrún og Orri Páll hætta við ferðina

Guðrún Hafsteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.
Guðrún Hafsteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson. Samsett mynd

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, boðuðu bæði forföll á vorþing Norðurlandaráðs sem haldið er í Færeyjum í dag og á morgun.

Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, við fyrirspurn mbl.is.

Leiða má að því líkum að forföllin tengist stöðunni sem ríkir innan ríkisstjórnarinnar eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt.

Sex þingmenn taka þátt í vorþinginu, eða þau Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Teitur Björn Einarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert