Varð undir þakplötu sem gaf sig

Mikill viðbúnaður á byggingarsvæðinu við Áshamar á Völlunum í Hafnarfirði.
Mikill viðbúnaður á byggingarsvæðinu við Áshamar á Völlunum í Hafnarfirði. mbl.is/Arnþór

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út á Vellina í Hafnarfirði vegna vinnuslyss.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir við mbl.is að búið sé að senda mikinn mannskap og fjölda sjúkrabíla vegna vinnuslyssins.

Uppfært kl. 14.13:

Að sögn varðstjóra var verið að steypa þakplötu við byggingarsvæði við Áshamar á Völlunum þegar hún gaf sig.

Hann segir að einn maður hafi orðið undir fargi og vinna stendur yfir við að losa hann. Maðurinn er með meðvitund.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert