Spá því að verðbólgan taki ríflegt skref niður

Hagfræðideild Landsbankans gerir samt ekki ráð fyrir að verðbólga lækki …
Hagfræðideild Landsbankans gerir samt ekki ráð fyrir að verðbólga lækki mikið næstu mánuði. mbl.is/sisi

Landsbankinn spáir að verðbólga lækki úr 6,8% í 6,1% á milli mánaða í apríl. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hagfræðideild Landsbankans.

Reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan hafa mest áhrif til hækkunar í spá Landsbankans.

„Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert