Yfir 27 þúsund manns komnir á listann

Bjarni Benediktsson sest í stól forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson sest í stól forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúmlega 27 þúsund manns hafa skráð nöfn sín á undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni, sem hefur tekið við embætti forsætisráðherra í stað Katrínar Jakobsdóttur.

Listinn á síðunni island.is ber yfirskriftina: „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra”.

Þegar fréttin er skrifuð hafa 27.500 tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert