Bar með sér sníkjudýr til landsins

Tilkynning um innflutninginn barst frá Keflavíkurflugvelli.
Tilkynning um innflutninginn barst frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvælastofnun hefur sent þrjár kærur til lögreglu vegna ólöglegs innflutnings á hundum. Í þremur aðskildum tilvikum komu ferðamenn í andstöðu við lög með hunda sína til landsins í farþegarými flugvéla.

Í fréttatilkynningu upplýsir Matvælastofnun (Mast) um hundainnflutninginn, sem uppgötvaðist ekki fyrr en tilkynning barst frá Keflavíkurflugvelli þegar ferðamennirnir hugðust innrita sig í flug frá landinu eftir nokkurra daga dvöl með hunda sína á Íslandi.

Matvælastofnun heimilaði ekki brottför fyrr en dýrin höfðu undirgengist heilbrigðisskoðun og sýnatökur. Við skoðun á einum hundinum greindist sníkjudýr sem ekki hefur greinst hérlendis áður. Stofnunin segir í tilkynningunni að hundurinn hafi ekki átt í samskiptum við önnur dýr á tíma sínum hérlendis. Vegna kuldaveðurs telur stofnunin ólíklegt að ormar eða egg hafi lifað af, hafi eigandi ekki hirt eftir hundinn.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert