Gekk berserksgang á Langholtsvegi

Maðurinn veitti bílnum nokkur bylmingshögg með barefli áður en hann …
Maðurinn veitti bílnum nokkur bylmingshögg með barefli áður en hann gekk á brott.

Einstaklingur í miklu ójafnvægi gekk berserksgang á Langholtsvegi fyrr í dag. Á myndbandi sem birt var á hverfissíðunni Langholtshverfi 104 fyrr í dag má sjá fullorðinn karlmann veitast að bifreið í bílastæði við Langholtsveg.

Hélt hann á einhvers konar barefli og sló nokkrum sinnum kröftuglega í afturrúðu bílsins.  

Þá má einnig sjá annað myndband af manninn bera sig á miðri götu fyrir framan aðvífandi umferð. 

Frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að lögregla hefði verið kölluð til og handtók hún manninn í kjölfarið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert