Stjórnin með sterkt umboð

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Dagmálum í dag.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Dagmálum í dag. mbl.is/Hallur Már

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórn sína ekki hafa mikinn tíma fyrir sér fram til kosninga, en það blási mönnum kapp í kinn. Brýn verkefni blasi við og umboð stjórnarflokkanna sé sterkt.

Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra í Dagmálum Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum.

Mikilvægt að virða leikreglur

Bjarni segist ekki taka nærri sér undirskriftasöfnun gegn sér.

„Það er eðlilegur þáttur í hverju lýðræðisríki að fólk tjái skoðanir sínar,“ segir Bjarni.

„En það er mikilvægt að við virðum leikreglur lýðræðis,“ bætir hann við og minnir á að samkvæmt þeim hafi verið gengið til kosninga 2021.

„Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn, sem ég er formaður í, flest atkvæði. Það fór enginn þingmaður inn á þing með fleiri atkvæði að baki sér en einmitt ég,“ segir hann og minnir á að hann hafi einnig nýlega endurnýjað umboð sitt til þess að leiða flokk sinn.

Situr rólegur

„Þannig að ég sit mjög rólegur í trausti þess sterka umboðs sem ég fékk eftir leikreglum lýðræðisins. Menn geta farið í undirskriftasafnanir og mótmælt mér eða minni stefnu – mönnum er frjálst að gera það – en ég er einfaldlega óhaggað með gríðarlega sterkt umboð til minna verka.“

Við bætist að stjórnarflokkarnir þrír séu með sterkan meirihluta á þingi.

„Við viljum nota þá stöðu, það góða traust sem hefur byggst upp meðal flokkanna í bráðum sjö ára samstarfi, til að klára kjörtímabilið með bravúr.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert