Erfitt að horfa upp á að Borgarskjalasafn sé lagt niður

Síðasti dagur Svanhildar Bogadóttur sem borgarskjalavörður var í gær.
Síðasti dagur Svanhildar Bogadóttur sem borgarskjalavörður var í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef alltaf verið virkilega ánægð í starfi enda varðveisla heimilda mitt hjartans mál,“ segir Svanhildur Bogadóttir, en síðasti dagur hennar sem borgarskjalavörður til 36 ára var í gær.

Borgarskjalasafn hefur verið lagt niður eftir 70 ára starfsemi og verkefni færð yfir til Þjóðskjalasafnsins. Reykjavík er nú eina höfuðborgin í Evrópu sem ekki starfrækir borgarskjalasafn.

„Ég tel að við hjá stofnuninni höfum skilað af okkur góðu verki, þrátt fyrir að síðustu ár hafi stofnunin ekki verið nægilega upplýst um eigin málefni, né fengið nægilegt fjármagn til að sinna stafrænni umbreytingu skjala,“ segir Svanhildur en stofnunin fékk ekki krónu af 11 milljörðum sem eyrnamerktir voru stafrænni umbreytingu hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði borgarinnar.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert