Starfsmaður skemmtistaðar handtekinn grunaður um líkamsárás

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. …
Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Starfsmaður á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn fyrir líkamsárás í nótt. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun.

Þar segir að nokkuð hafi verið um útköll tengt ölvun, grunsamlegum mannaferðum sem og ólátum eða slagsmálum. 

Meðal annars var einstaklingur handtekinn grunaður um að veitast að öðrum með hnífi í Hlíðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert