Skjálftinn hleypti hrinu af stað

Jarðskjálftinn 3,3 að stærð mældist undir Kleifarvatni klukk­an 10.02 í …
Jarðskjálftinn 3,3 að stærð mældist undir Kleifarvatni klukk­an 10.02 í morgun. mbl.is/Arnþór

Skjálftinn sem fannst víða á suðvesturhorninu í dag hleypti af stað skjálftahrinu undir Kleifarvatni. Hrinan virðist aftur á móti vera að fjara út.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Jarðskjálftinn mældist klukk­an 10.02 í morg­un og var hann 3,3 að stærð. Upp­tök hans urðu und­ir Kleif­ar­vatni á 6 km dýpi.

Um 50 skjálftar mælst síðan

Skjálft­inn fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu, að minnsta kosti í Árbæ, Breiðholti og í miðborg­inni. Hon­um fylgdu síðan nokkrir eft­ir­skjálft­ar.

Bjarki segir að um það bil 50 skjálftar hafi mælst við Kleifarvatn eftir að stóri skjálftinn reið yfir. Langfelstir þeirra voru undir 1 að stærð.

Það virðist aftur á móti farið að draga úr skjálftavirkninni á svæðinu.

Skjálftar síðustu sólarhringa. Græna stjarnan sýnir skjálftann sem fannst vel …
Skjálftar síðustu sólarhringa. Græna stjarnan sýnir skjálftann sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sótt kl. 12:00 þann 13. apríl 2024. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert