Tvö útköll slökkviliðs vegna rafmagnshlaupahjóla

Annað hjólið var bilað en notað var rangt hleðslutæki við …
Annað hjólið var bilað en notað var rangt hleðslutæki við hitt. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Síðastliðinn sólarhring sinnti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tveimur útköllum vegna rafmagnshlaupahjóla. 

Annað hjólið var bilað en notað var rangt hleðslutæki við hitt, að því slökkviliðið segir frá á Facebook.

Dælubílar voru sendir í tvö önnur verkefni á þessum tíma en sjúkrabílar voru notaðir í 129 verkefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka