Vopnaðir og rændu bifreið

Fjórir einstaklingar voru handteknir í heimahúsi síðar um kvöldið grunaðir …
Fjórir einstaklingar voru handteknir í heimahúsi síðar um kvöldið grunaðir um þjófnað á bifreið. Mynd úr safni. mbl.is/Arnþór

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um rán á bifreið í gærkvöldi. Grunur er um að eiganda bílsins hafi verið ógnað með skotvopni.

Bifreiðin fannst að lokum en fjórir einstaklingar voru handteknir í heimahúsi síðar um kvöldið grunaðir í málinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Nokkuð var um að útköll lögreglu sökum ölvunar fólks á höfuðborgarsvæðinu. Sjö einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu.

Féll niður sjö tröppur

Einstaklingur í annarlegu ástandi var handtekinn vegna líkamsárásar í heimahúsi. 

Annar einstaklingur var handtekinn með fíkniefni og mikið magn af reiðufé á sér. Sá var ekki með nein skilríki en lögregla rannsakar málið.

Þá var tilkynnt um einstakling sem féll niður sjö tröppur á skemmtistað. Ekki er vitað um ástand hins slasaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert