„Ferðalagið er rétt að byrja“

Halla Hrund Logadóttir kveðst hlakka til komandi kosningabaráttu.
Halla Hrund Logadóttir kveðst hlakka til komandi kosningabaráttu. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi kveðst afar þakklát fyrir gott gengi í skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið. 

Halla tilkynnti framboð sitt fyrir um viku og hefur hlotið mikið fylgi á skömmum tíma eða 10,6 prósent.

„Nú er bara vika síðan að ég tilkynnti framboð og ég finn mikinn samhljóm með áherslum okkar á samvinnu og þátttöku og hlakka til að nýta næstu vikur vorsins í að kynnast fólki og kynna áherslurnar betur,“ segir Halla í samtali við mbl.is. 

Vor og tilhlökkun í lofti

„Nú stari ég hérna út um gluggann á Esjuna og maður finnur að það er vor í lofti og það er fyrst og fremst tilhlökkun fyrir því að hitta fólk.“

Spurð hvernig dagskráin líti út næstu vikurnar í aðdraganda kosninga segir Halla ferð um landið fyrirhugaða og að hún hyggist fara sem víðast, enda séu bestu samtölin ávallt í eigin persónu. 

Enn eigi eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða sniði ferðin verði en það komi í ljós á næstu dögum. 

„Ferðalagið er rétt að byrja og ég hlakka til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert