Foreldrahlutverkið flóknara nú en áður

Frjó semi ís lenskra kvenna hef ur aldrei verið minni …
Frjó semi ís lenskra kvenna hef ur aldrei verið minni en árið 2022 og eign ast kon ur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á æv inni en áður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Konur á Íslandi virðast vera að eignast færri börn og seinna á lífsleiðinni. Einnig bætist sífellt í hóp þeirra sem eignast engin börn. Um er að ræða svipaða þróun og annars staðar á Norðurlöndum.

Rannsóknarverkefnið Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi stóð fyrir málþingi á föstudag þar sem kynntar voru niðurstöður fjölbreyttra rannsókna sem lúta að þróun fæðingartíðni og áhrifum fjölskyldustefnu og foreldramenningar á fjölskyldur á Íslandi.

Sunna Kristín Símonardóttir er ein þriggja sem stýra verkefninu. Hún ræddi við Morgunblaðið um þær niðurstöður sem kynntar voru á málþinginu og mögulegar ástæður fyrir þessum breytingum.

Hún segir það vera markmið verkefnisins að skoða lækkaða fæðingartíðni hér á landi frá mörgum sjónarhornum. Litið var til þess hjá hvaða hópum fæðingartíðni væri að breytast mest og af hverju breytingin gæti stafað, bæði hvort stefnumótun stjórnvalda styðji nægilega vel við barneignir og hvernig breytt viðhorf til foreldrahlutverksins hefur áhrif.

Barneignir forréttindi?

Þegar litið er á fæðingartíðni eftir menntunarstigi og tekjum fólks má sjá að konur með lægra menntunarstig og lægri tekjur eignast fæst börn. Fæðingartíðni háskólamenntaðra og tekjuhærri kvenna hefur aftur á móti haldist stöðug.

Sunna Kristín segir ákveðna mýtu hafa lifað í langa tíð um að fólk með lægri efnahagslega stöðu eignist fleiri börn á meðan fólk í millistétt og efri stéttum sé upptekið við að mennta sig og ná sér í góða vinnu.

Aftur á móti hafa rannsóknir hópsins, og þá sérstaklega Ara Klængs Jónssonar lýðfræðings, sýnt fram á annað. Það séu lægstu tekjuhóparnir sem eru að draga mest úr barneignum á meðan konur í millistétt eru að halda fæðingartíðninni við. Sunna Kristín segir að í kjölfarið vakni spurningar um hvort barneignir séu á færi allra eða hvort það séu orðin forréttindi sumra að eignast börn.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert