Keypti ríkisstjórnin hund til að bjarga sambandinu?

Sálfræðingurinn Elliði Vignisson segir að reynsla af fjölskylduráðgjöf geti nýst við að lesa í þær breytingar sem nú hafa orðið á samsetningu ríkisstjórnarinnar.

Vill hann meina að stjórnin hafi í raun verið að lappa upp á samband sem mörg hjón gera með því að kaupa hund í þeirri trú að það muni bæta erfitt samlífi.

Elliði, sem er bæjarstjóri Ölfuss, er gestur Spursmála ásamt Hönnu Katrín Friðriksson. Hún segir áhyggjuefni að Framsóknarflokkurinn sé kominn í fjármálaráðuneytið nú þegar nálgast kosningar.

Orðaskipti þeirra um þetta efni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við þau Hönnu Katrínu og Elliða í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka