Koparvír horfinn fyrir austan

Koparvír sem þessi hvarf fyrir austan í lok mars.
Koparvír sem þessi hvarf fyrir austan í lok mars. Ljósmynd/Lögreglan

Nokkurt magn af koparvír hvarf af vegslóða skammt frá baðstaðnum Vök á Egilsstöðum í lok marsmánaðar. 

Koparvírinn er um 1 cm að þykkt. 

Lögreglan á Austurlandi óskar nú eftir upplýsingum um vírinn sem hvarf 31. mars. Ef einhver hefur orðið var við vírinn á vergangi eða hefur upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-0600 eða í tölvupósti á austurland@logreglan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert