Lögreglan leitar að Davit Tsignadze

Davit Tsignadze.
Davit Tsignadze. Ljósmynd/lögreglan

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af Davit Tsignadze, en síðast sást til hans við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 10. mars síðastliðinn.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé talin stafa af honum ógn, en lögreglan telur hann markvisst fara huldu höfði á Íslandi.

„Lögreglan þarf að ná af honum tali og leitar því til almennings. Þeir sem þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444 2200 eða gegnum netfangið sudurnes@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert