Þriðja lægsta tíðni banaslysa

Hér á landi létu níu einstaklingar lífið í umferðarslysum á …
Hér á landi létu níu einstaklingar lífið í umferðarslysum á árinu 2022 sem svarar til 24 banaslysa á milljón íbúa í samanburði Eurostat.

Ísland er í þriðja sæti í röð Evrópu­landa sem voru með lægstu dánartíðni í umferðinni á árinu 2022 samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á endanlegum tölum yfir banaslys á vegum í Evrópu.

Banaslysum í umferðinni í löndum Evrópu fjölgaði á árinu 2022 og létu alls 20.653 lífið í umferðarslyslum í 31 Evrópuríki sem samanburðurinn nær til eða að jafnaði 46 á hverja milljón íbúa.

Eurostat ber sam­an fjölda lát­inna í um­ferðarslys­um milli landa með því að reikna bana­slysatíðnina á hverja millj­ón íbúa. Fjöldi lát­inna í um­ferðinni var hvergi meiri en í Rúmeníu á árinu 2022 eða 86 á hverja milljón íbúa, í Búlgaríu var hlutfallið 78 af hverjum milljón íbúum og í Króatíu voru banaslysin 71.

Tíðni banaslysa var afar misjöfn eftir löndum. Lægst var tíðnin í Noregi 21 á hverja milljón íbúa, í Svíþjóð 22 á hverja milljón og Ísland er í þriðja sæti. Hér á landi létu níu einstaklingar lífið í umferðarslysum á árinu 2022 sem svarar til 24 banaslysa á milljón íbúa í samanburði Eurostat.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert