Vilja íbúðir í stað kirkjugarðs

Hinn nýi grafreitur er í landi Lambhaga í vesturhlíð Úlfarsfells, …
Hinn nýi grafreitur er í landi Lambhaga í vesturhlíð Úlfarsfells, skammt fyrir ofan verslun Bauhaus. mbl.is/Eyþór

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir við næsta kirkjugarð Reykvíkinga, sem verður í Úlfarsfelli. Kostnaðaráætlun er 90 milljónir króna.

Tillaga þessa efnis var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í bókun að þeir teldu rétt að nýta það land sem hér um ræðir undir húsnæðisuppbyggingu, enda um frábært byggingarland að ræða. Þar sem ágreiningur var um málið fer það til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar.

Hinn nýi grafreitur er í landi Lambhaga í vesturhlíð Úlfarsfells, skammt fyrir ofan verslun Bauhaus. Framkvæmdaleyfi var veitt síðla árs 2022.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert