Flestir styðja Samfylkinguna: Framsókn hríðfellur

Borgarstjórn Reykjavíkur fær ekki fyrstu einkunn í könnun Maskínu.
Borgarstjórn Reykjavíkur fær ekki fyrstu einkunn í könnun Maskínu. mbl.is/Árni Sæberg

Flestir Reykvíkingar myndu kjósa Samfylkinguna, eða 25,6%, ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn kemur næstur með 23,2% stuðning og þá Píratar með 11,9%.

Athygli vekur að aðeins 4% myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en flokkurinn fékk 19% í kosningunum árið 2022. Samfylkingin fékk 23% þá, Sjálfstæðisflokkurinn 22% og Píratar 20,3%. 

Grafík/Maskína

Þetta kemur fram í nýjum borgarvita Maskínu þar sem afstaða borgarbúa til meiri- og minnihluta borgarstjórnar var könnuð, sem og stuðningur við einstaka flokka. Könnunin fór fram dagana 22. mars til 11. apríl. Svarendur voru 699 talsins. Hér neðst í fréttinni má opna viðhengi til að skoða könnunina í heild sinni. 

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

20% ánægð með störf Einars

Þá segir að um 20% borgarbúa séu ánægð með störf borgarstjóra Reykjavíkur og þá segjast 44% íbúa vera þeirra skoðunar að meirihlutinn í borgarstjórn sé að standa sig illa. Sama hlutfall, eða 44%, segja minnihlutann einnig standa sig illa. 19% segja meirihlutann standa sig vel á meðan 11% segja minnihlutann standa sig vel. 

Flestir, eða 22%, segja að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, …
Flestir, eða 22%, segja að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hafi staðið sig best borgarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Flestir segja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili, eða 22% aðspurða. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, kemur næst á eftir með 14%, og þá Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 11% stuðning. 

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, nýtur 7% stuðnings í könnuninni og er í sjötta sæti listans yfir þá sem þykja hafa staðið sig best á kjörtímabilinu. 

Grafík/Maskína
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert