Guðrún og Guðmundur áfram: Svona féllu atkvæðin

Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson.
Guðrún Karls Helgudóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson. Samsett mynd

Enginn einn hlaut yfir 50% atkvæða í kjöri til biskups. Úrslitin voru kunngjörð rétt í þessu.

Séra Guðrún Karls Helgu­dótt­ir hlaut 45,97% atkvæða. Séra Guðmund­ur Karl Brynj­ars­son hlaut 28,11% atkvæða.

Verður því haldn önnur umferð þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja.

Elínborg með 25,5% atkvæða

Séra El­ín­borg Sturlu­dótt­ir, sem einnig var í kjöri, hlaut 25,48% atkvæða, en á kjörskrá voru 2286 manns.

Alls greiddu 1.825 manns atkvæði í kosningunum sem jafngildir 79,83% kjörsókn.

Kosning hófst á fimmtudaginn í síðustu viku og stóð yfir fram á hádegi í dag. Stefnt er að því að seinni umferð kosninga hefjist fimmtudaginn 2. maí klukkan 12 og standi yfir til þriðjudagsins 7. maí kl. 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert