Allt komið í lag í Háskóla Íslands

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Búið að lagfæra bilun í miðlægum búnaði í Háskóla Íslands sem olli vandræðum í starfsemi skólans í dag.

„Það er allt komið í lag hjá okkur. Það var diskastæða sem bilaði og það er allt farið að virka sem skildi, þar á meðal vefsíðan,“ segir Guðmundur Kjærnested, sviðsstjóri upplýsingasviðs Háskóla Íslands, við mbl.is.

Bilunin átti sér stað á tíunda tímanum í morgun en viðgerð á búnaðinum lauk seinni partinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert