Hlýnar loks um helgina

Um helgina fer loks að hlýna.
Um helgina fer loks að hlýna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrri hluti mánaðarins var kaldur og verður áfram svalt í dag og á morgun.

Grunnar lægðir fara austur með suðurströndinni. Þeim fylgir lítilsháttar úrkoma öðru hverju og frekar hægur vindur.

Um helgina fer loks að hlýna. Það gengur í stífa sunnanátt með rigningu um sunnan- og vestanvert landið en lengst af þurru norðaustan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert