Bílvelta á Reykjanesbraut

Þrír voru í bílnum.
Þrír voru í bílnum. Ljósmynd/Aðsend

Bíll valt á Reykjanesbraut rétt fyrir ofan Fitjar laust fyrir klukkan sex í morgun.

Eyþór Rúnar Þórarinsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir bílinn hafa farið nokkrar veltur og hafi verið töluvert fyrir utan veginn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Þrír voru í bílnum og komust þeir allir út að sjálfsdáðum, þar á meðal lítið barn. Að sögn Eyþórs slasaðist þó enginn, að því er hann best veit. Farþegarnir og ökumaður voru engu að síður flutt til Reykjavíkur í frekari skoðun.

Hann segir ísingu hafa verið á veginum í morgun sem hafi hugsanlega verið valdur að óhappinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert