Hraðbraut sem aldrei var notuð

Fyrir miðri mynd má sjá norðurhluta hússins með hraðbrautinni sem …
Fyrir miðri mynd má sjá norðurhluta hússins með hraðbrautinni sem aldrei var notuð. Takið eftir sveigju á brautinni í átt að Kalkofnsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Það er mat skipulagsfulltrúa að Tollhúsið í Kvosinni sé á meðal glæsilegustu bygginga Reykjavíkur. Það beri að sýna byggingunni sérstaka virðingu og eins meta tign hennar og fegurð í borgarinnréttingunni til hlítar verði farið í að umbreyta henni eftir þörfum Listaháskólans. Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði húsið.

Ef norðurhluti byggingarinnar verður rifinn hverfur hluti hraðbrautar Geirsgötu frá síðustu öld, sem aldrei varð að veruleika. Að henni yrði viss eftirsjá.

Þetta kemur fram í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um fyrirspurn Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna um samtal og samráð við Reykjavíkurborg um skipulag lóðar nr. 19 við Tryggvagötu og tengingu nýrrar byggingar Listaháskóla Íslands (LHÍ) í og við Tollhúsið við nærliggjandi umhverfi. Frétt birtist í Morgunblaðinu 16. mars sl.

Skólinn undir einu þaki

Fram kemur í umsögn verkefnastjórans að fyrirhugað er að endurinnrétta núverandi Tollhús við Tryggvagötu 19 og reisa að hluta nýja byggingu í fótspori fyrrverandi tollskála (þar sem Kolaportið hefur lengi verið starfrækt) fyrir Listaháskóla Íslands. Öll starfsemi skólans, svið og deildir, verður sameinuð undir einu þaki.

Áætluð rýmisþörf er alls um 15.500 fm húsnæðis (brúttó). Innan þessarar tölu er gert ráð fyrir breytingum á núverandi húsnæði auk við- og ofanábyggingar. Þarfagreining og húsrýmisáætlun voru unnar af Teiknistofunni Tröð árið 2021. Núverandi bygging er 10.150 fm.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert