Ýmir kannar jarðlög í vegstæði Sundabrautar

Til verksins er notaður pramminn Ýmir RE sem er í …
Til verksins er notaður pramminn Ýmir RE sem er í eigu Ístaks. mbl.is/Árni Sæberg

Þau tímamót urðu í Sundabrautarverkefninu á dögunum að byrjað var að bora í Kleppsvík. Væntanleg brú milli Sundahafnar og Gufuness mun liggja yfir víkina.

Til verksins er notaður pramminn Ýmir RE sem er í eigu Ístaks. Þrír eru í áhöfn, skipstjóri og tveir bormenn. Þeir eru allir starfsmenn Vegagerðarinnar. Borað verður bæði á sjó og landi og er markmiðið að kanna dýpi niður á klöpp og burðarhæfi jarðlaga í vegstæðinu.

Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni, reiknar með að boranir fyrir Sundabraut standi eitthvað fram á sumarið, líklega út júnímánuð. Áformað er að þessi sama útgerð verði síðan notuð í frekari rannsóknir í Sundahöfn fyrir Faxaflóahafnir og mögulega önnur verkefni á höfuðborgarsvæðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert