Hvers konar forseti hyggst Katrín verða?

Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir ræða stóru málin …
Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir ræða stóru málin í Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum sem verður sýndur á mbl.is klukkan 14 í dag.

Framboð Katrínar til embættis forseta Íslands hefur alls ekki verið óumdeilt. Í þættinum verður krefjandi spurningum beint að Katrínu og knúið á um svör með hvaða hætti hún hyggst gegna embættinu nái hún kjöri og hvaða áhrif hennar stjórnmálaferill geti haft á þá vegferð.

Síðustu daga hefur fjör færst í leikana á meðal þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælst hafa með mest fylgi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Rýnt verður í tölurnar og lagt mat á hvaða þýðingu þær geti haft fyrir framboð Katrínar.

Fréttir vikunnar  

Auk Katrínar mæta þau Börkur Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrum upplýsingafulltrúi þjálfunarsveita NATO, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í settið og rýna helstu fréttir líðandi viku.

Búast má við að upplýsandi umræða skapist um átökin sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þá verður þróun ríkisfjármálanna einnig til umræðu. Þau mál brenna oftar en ekki á landanum enda um stórt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða.

Vertu viss um að fylgjast með Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert