Náttúran hefur mesta aðdráttaraflið

Íslandsferðin fór fram úr væntingum sjö af hverjum tíu.
Íslandsferðin fór fram úr væntingum sjö af hverjum tíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Náttúra Íslands hafði mest áhrif á að erlendir ferðamenn ákváðu að heimsækja landið í fyrra. 97% svarenda í könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna sögðu náttúruna hafa haft áhrif að miklu eða einhverju leyti á þá ákvörðun að ferðast til Íslands. Áhugi á norðurslóðum vegur einnig þungt (84,6%) og náttúrutengd afþreying (79,9%).

„Meðmæli vina og ættingja (59,2%), íslensk menning og Íslendingar almennt (55,4%) höfðu enn fremur mikil áhrif,“ segir í umfjöllun á vef Ferðamálastofu um niðurstöðurnar.

Erlendu ferðamennirnir dvöldu að meðaltali í sjö nætur á Íslandi, örlítið styttra en á árinu á undan, en ríflega fjórðungur þeirra var þó lengur á landinu eða níu nætur eða í lengri tíma.

„Langflestir (90,6%) heimsóttu höfuðborgarsvæðið, um fjórir af hverjum fimm (79,9%) Suðurlandið, um tveir af hverjum þremur (65,9%) Reykjanesið, tæplega helmingur (47,2%) Vesturlandið, tæplega þriðjungur (32,4%) Norðurlandið, nærri þrír af hverjum tíu (28,5%) Austurlandið og um 13% Vestfirðina,“ segir um niðurstöðurnar.

Í ljós kemur að þrír af hverjum fimm ferðamönnum notuðu bílaleigubíla sem aðalferðamáta í Íslandsferðinni skv. svörum þátttakenda en skipulagðar rútuferðir voru aðalferðamáti 23% ferðamannanna.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert