Snjókomu spáð á Hellisheiði og í Þrengslum

Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10-13 …
Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10-13 m/s. mbl.is/Sigurður Bogi

Upp úr klukkan 15 í dag er snjókomu og 10-13 m/s spáð á Hellisheiði og í Þrengslum. Í kvöld lægir og hlánar.

Þetta kemur fram í ábendingu til vegfarenda frá veðurfræðingi Veðurstofunnar.

Svipað veður verður á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og um tíma undir kvöld einnig á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert