Á annað hundrað símtala vegna nikótínvara

Flestar símhringinganna snúa að nikótínpúðum.
Flestar símhringinganna snúa að nikótínpúðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitrunarmiðstöð Landspítalans bárust vel á annað hundrað símtala vegna nikótínvara á síðasta ári. 8% lyfjaeitrana voru vegna nikótínvara, en þessi tala var 5% árið 2022.

Helena Líndal, sérfræðingur á eitrunarmiðstöðinni, segir að í seinni tíð hafi símtölum vegna sígaretta fækkað og eru þau kannski eitt til tvö á ári.

Stundum er hringt vegna rafretta eða veips, en flestar símhringingarnar snúa að nikótínpúðum. Helena segir að í flestum tilvikum sé um börn að ræða sem í ógáti hafi gleypt nikótínpúða.

Kort/mbl.is

Hún segir þó einnig dæmi um að fullorðið fólk hafi samband ef það hefur notað of mikið eða gleypt púða og fengið einkenni vegna ofskömmtunar.

Alvarlegra er þegar börn komast í nikótínpúða, sérstaklega ef þau eru undir tveggja ára aldri. „Við vitum oft ekki hvaða styrkleiki er í púðunum sem börnin finna og þá þarf barnið að fara í eftirlit á bráðamóttöku,“ segir Helena. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert