Björguðu göngumönnum í snarvitlausu veðri

Krefjandi aðstæður voru á svæðinu eins og sjá má á …
Krefjandi aðstæður voru á svæðinu eins og sjá má á þessari mynd. Ljósmynd/Björgunarsveitin Þorbjörn

Snemma í kvöld björguðu björg­un­ar­sveit­irnar Þor­björn og Skyggn­ir þremur örmagna göngumönnum á gönguleiðinni að Litla Hrút rétt vestan við Kistufell.

Mennirnir voru á leiðinni að gosstöðvunum en voru orðnir mjög kaldnir og illa haldnir, að því er segir í færslu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á Facebook. 

Leitað úr nokkrum áttum

Þar segir að svarvitlaust veður hafi verið á svæðinu, mikil úrkoma og þoka. 

„Vegna veðurs og leysinga á svæðinu var ákveðið að sækja á leitarsvæðið úr nokkrum áttum, bæði á jeppum og buggy bílum,“ segir í færslu Þorbjarnar.

Uppfært klukkan 21.06

Göngumennirnir eru nú komnir til byggða, en það er björgunarsveitin Skyggnir sem segir frá því á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert