Eldur kviknaði út frá kertum í Árbæ

Slökkviliðið var kallað á vettvang.
Slökkviliðið var kallað á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru send í forgangi að húsi í Árbæ upp úr klukkan níu í gærkvöldi vegna eldsvoða.

Kviknað hafði í út frá kertum sem höfðu verið lögð við arinn. Engar teljandi skemmdir urðu og sluppu allir heilir á húfi, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að íbúar hússins hafi verið búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Misheppnuð eldamennska

Slökkviliðið var einnig kallað út vegna misheppnaðrar eldamennsku í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliðið veitti aðstoð vegna reykræstingar en þurfti ekkert frekar að aðhafast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert