Guðlaugur á fundarferð um landið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fjallaði um málefni ráðuneytisins á fundinum.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fjallaði um málefni ráðuneytisins á fundinum. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er á fundarferð um landið um þessar mundir til þess að fjalla um orkumál og verkefnin framundan. 

Fyrr í dag hélt hann fyrsta fund ferðarinnar á Patreksfirði þar sem fjallað var um orkuspá Orkustofnunnar 2030-2050, þar sem gert er ráð fyrir því að nýtt framboð raforku mæti ekki aukinni eftirspurn fyrr en mögulega árið 2027. 

„Þetta eru málefni sem eru mikið til umfjöllunar í samfélaginu okkar þessa dagana, enda þarf að finna leiðir til þess að auka orku og bæta afhendingaröryggi hérna á okkar svæði,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, sem sótti fundinn.

Hún segir fundinn hafa gengið vel fyrir sig og verið vel sóttan. 

Af fundarhöldum.
Af fundarhöldum. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka