Lögreglan leitar eftir vitnum að umferðaróhappi

Lögreglan leitar vitna. Mynd úr safni.
Lögreglan leitar vitna. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum leitar eftir vitnum að umferðaróhappi á Facebook-síðu sinni.

Óhappið átti sér stað á hringtorginu á Reykjanesbraut við Fitjar um klukkan 16 í gær. 

Gráum jepplingi var ekið í veg fyrir bifhjól, samkvæmt lýsingu lögreglu á atvikinu.

Bifhjólamaðurinn féll í götuna og slasaðist, en þó ekki alvarlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert