Með exi á lofti í miðbænum

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um einstakling með exi á lofti í miðbæ Reykjavíkur.

Málið var afgreitt af lögreglu.

Þrír handteknir vegna líkamsárásar

Þrír voru handteknir vegna líkamsárásar í hverfi 113 og er málið í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um slagsmál á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem brotist var inn í bifreið í miðbænum. Sömuleiðis var tilkynnt um ölvaðan einstakling á hóteli.

Lögreglunni barst einnig tilkynning um heimilisófrið í hverfi 102 og var einn vistaður í fangageymslu.

Í hverfi 105 í Reykjavík var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi við hótel og var hann vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert