„Mér finnst Halla Hrund svona Vigdísarleg“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir það athyglisvert að fylgi Höllu Hrundar Logadóttur aukist svo mikið milli vikna í skoðanakönnunum.

Segir hann ákveðna Vigdísaráru yfir framboði Höllu. 

„Í rauninni erum við að sjá mest spennandi kosningabaráttu til forseta frá 1980 þegar Vigdís [Finnbogadóttir] var kjörin. Þá var gríðarleg spenna og enginn einn frambjóðandi sem stakk af eins og hefur eiginlega alltaf gerst í forsetakjöri síðan. Það er einn frambjóðandi sem er langlíklegastur,“ segir Eiríkur í Dagmálum. 

Þátturinn kemur út í heild sinni á morgun og er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

Eiríkur Bergmann ræðir niðurstöður nýjustu könnunar í Dagmálum á þriðjudag.
Eiríkur Bergmann ræðir niðurstöður nýjustu könnunar í Dagmálum á þriðjudag. mbl.is/Kristófer Liljar

Katrín hefur ekki tekið fram úr hinum

Eiríkur vísar til þess að Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson hafi báðir stungið af nokkuð snemma í kosningabaráttunni. 

„Núna er enginn slíkur og maður hefði haldið að Katrín yrði þessi frambjóðandi, en hún alla vega er ekki orðin það enn þá. Og já, mér finnst Halla Hrund svona Vigdísarleg að einhverju leyti,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert