Myndskeið: „Fólk var komið ískyggilega nálægt“

Maður sem var að mynda eldgosið við Sundhnúkagíga í gær furðaði sig á því hversu kaldir einstaklingar sem fara að skoða gosið voru. Sá hann m.a. hraunslettur lenda nærri fólki sem hafði hætt sér út á hraunið. 

„Í þrígang sá ég fólk fara á hraunið og að mér fannst full nálægt gígnum. Þessir [á myndbandinu] voru nær en áður en ég náði að setja drónann á loft þá færðu þeir sig fjær honum eftir að hraunslettur lentu mjög nálægt þeim,“ segir Jóhann Ragnarsson sem tók meðfylgjandi myndband.  

Komnir nærri eldtjörn 

„Þetta er þó ekki versta tilfellið sem við sáum en það er þarna hrauntjörn, sem er þarna hægra megin en sést þó ekki á myndinni eða myndbandinu, en fólk var komið ískyggilega nálægt henni eða mun lengra inn á hraunið en þessir,“ segir Jóhannes. 

Á samfélagsmiðlum hefur fólk birt myndbönd af því sem þar fer fram. Á einu þeirra má t.a.m. sjá myndband sem er að því er virðist afar nærri hrauntjörninni. 

View this post on Instagram

A post shared by 535de60 (@tata_osovina)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert