Þriggja stiga skjálfti út af Reykjanestá

Skjálftinn var að stærðinni 3,1.
Skjálftinn var að stærðinni 3,1. Kort/Veðurstofa Íslands

Laust fyrir klukkan fimm í nótt varð skjálfti rétt út af Reykjanestá að stærðinni 3,1.

Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en engin merki eru um að órói fylgi þessari virkni, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru vel þekktar. Í jarðskjálftahrinu í ágúst 2023 mældist stærsti skjálftinn 4,5 að stærð.

Í október árið 2022 varð skjálfti að stærð 4,4. Skjálfti að stærð 4,8 varð í júlí 2015 og skjálfti að stærð 4,7 varð í nóvember 2019, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert