Baldur boðar komu sína á föstudag

Baldur Þórhallsson verður viðmælandi í Spursmálum á föstudag.
Baldur Þórhallsson verður viðmælandi í Spursmálum á föstudag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Baldur Þórhallsson forsetafambjóðandi og stjórnmálaprófessor situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is á föstudag klukkan 14.

Þegar Baldur opinberaði ákvörðun sína um að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands sagðist honum vera umhugað um mannréttindi og frið, sem sótt hefði verið að um þó nokkurt skeið.

Sagði hann forseta Íslands eiga að vera sameiningartákn og vernd samfélagsins, hérlendis og erlendis.

Fylgið mælist vel

„Við get­um ekki leng­ur setið hjá og látið hvatn­ing­ar­orð sem vind um eyru þjóta. Við ætl­um að svara kall­inu hátt og skýrt og taka slag­inn,” sagði Baldur í ávarpi sínu.

„Ef við náum ár­angri hér heima þá get­um við líka náð ár­angri er­lend­is,” sagði Baldur og taldi mikilvægt að þjóðarhöfðingjar smáþjóða bæru hag sinnar þjóðar fyrir brjósti í hvívetna. 

Síðustu daga og vikur hefur Baldur verið á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum, Felix Bergssyni, til að kynna framboð sitt fyrir fólki á landsbyggðinni. Niðurstöður nýjustu skoðanakannana sýna að fylgi Baldurs mælist vel.

Ekki missa af Spurs­mál­um næst­kom­andi föstu­dag þar sem stóru mál­in verða rædd með afdrátt­ar­laus­um hætti.

Í spil­ar­an­um hér að neðan má heyra og sjá þátt Spurs­mála í síðustu viku þegar Katrín Jakobsdóttir sat fyrir svörum. Þátt­ur­inn er öll­um aðgengi­leg­ur hér á mbl.is, Spotify og Youtube.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert