Líkamsárás í verslun í miðbænum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gær tilkynningar um tvær líkamsárásir.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglu.

Á lögreglustöð 1 barst tilkynning um árás við verslun í miðbænum. Ekki er þó til tekið hvort einhver hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Þá handtók lögregla á lögreglustöð 2 einn við veitingahús vegna líkamsárásar. Viðkomandi neitaði að gefa upp hver hann væri. Var hann vistaður í fangageymslu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert