Níu hafa safnað tilskildum fjölda

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baráttan um Bessastaði er komin á fullt og í dag, sumardaginn fyrsta, verða frambjóðendur á ferð og flugi að hitta kjósendur. Framboðsfrestur til embættis forseta Íslands rennur út klukkan 12 á hádegi á morgun.

Frambjóðendur þurfa að skila sérstakri tilkynningu, með undirrituðu samþykki fyrir framboðinu. Sniðmát fyrir hvort tveggja er hægt að nálgast á sérstöku stöðluðu formi á vefsvæði forsetakosninganna á island.is. Frambjóðendum ber þá að skila listum með meðmælum frá 1.500-3.000 kjósendum.

Tilkynna framboð á staðnum

Alls hafa 80 stofnað til meðmælasöfnunar en öll forsetaefnin þurfa að gefa sig fram við landskjörstjórn milli kl. 10 og 12 á föstudag til að tilkynna framboð sitt formlega og skila fylgigögnum.

Eftir því sem næst er komist höfðu níu forsetaefni safnað tilskildum fjölda meðmæla, þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert