Tveir fá tvær milljónir

Lottó
Lottó

Enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag.

Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út í þetta sinn.

Tveir heppnir áskrifendur voru með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hvor þeirra tvær milljónir króna í sinn hlut.

Þá voru átta miðhafar með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Lukku Láka í Þverholti, á vef okkar lotto.is, tveir í Lottó appinu og fjórir miðanna eru í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka