Loftslagsmálin varða heildina

Fyrir stuttu úrskurðaði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að svissneska ríkið hefði ekki gert þó til að bregðast við loftslagbreytingum í máli sem samtök eldri kvenna höfðuðu gegn landinu.

Í viðtali í Dagmálum segir Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Rétti, sem lauk meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands og tók síðan aðra meistaragráðu í mannréttindalögfræði frá Háskólanum í Edinborg, að dómurinn hafi verið með til úrlausnar þrjú mál tengd loftslagbreytingum, en tveimur þeirra hafi verið vísað frá.


Þetta svissneska mál, aftur á móti, var mál eldri svissneskra kvenna, félagasamtaka með yfir tvöþúsund konum, meðalaldur um 73 ár. Þær lögðu meðal annars fram læknisfræðileg gögn sem sýndi fram á hvernig hitabylgjur höfðu áhrif á heilsu þeirra og líf og lífsgæði og höfðu farið i mál fyrir svissneskum dómstólum sem höfðu ekki tekið á málinu, hefur vísað því frá á öllum dómstigum. Mannréttindadómstóllinn sá þá að þær voru búnar að tæma allar kæruleiðir og málið komst því að. Í dómnum var bæði skorið úr með það að svissneskir dómstólar hefðu átt að taka á máli þeirra og Mannréttindadómstóllinn segir að það var ekki sannfærandi hjá svissneskum dómstólum að segja að þær hefðu ekki nægilega skýra hagsmuni af lausn málsins.

Svo kemst málið þeirra að líka vegna þess að við eru þarna með mál einstaklinga, máli einstaklinga var vísað frá, en í sama máli var þessi hópur kvenna og málefni hópsins var ekki vísað frá, það kemst að og dómstóllinn útskýrir að hópurinn kemst að af því þetta er efni sem varðar einmitt heildina, loftslagsmálin varða heildina, varða sameiginlega hagsmuni sem snerta alla, snerta eiginlega engan beint einstaklega heldur hafa áhrif á sameiginlega hagsmuni í langtíma samhengi og þess vegna sé mikilvægt fyrir félagasamtök að geta leita atbeina dómstóla út af þessu. Sérstaklega ef félagasamtök standa fyrir sameiginlega hagsmuni tengt umhverfi, náttúru heilsu fólks og svo framvegis. Þannig að þarna tekur dómurinn nýja afstöðu í rauninni sem tryggir félagasamtökum aðgang að dómstólum í svona málum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert