Flytja stoppistöðvar Strætó

Strætó yfirgefur Hlemm.
Strætó yfirgefur Hlemm. mbl.is/Hari

Vinna við næsta áfanga í framkvæmdum á Hlemmsvæðinu hefst í byrjun júní og mun Strætó flytja stoppistöðvar á Snorrabraut við Laugaveg til bráðabirgða.

Bifreiðum verður ekki hleypt inn á svæðið á meðan framkvæmdum stendur en aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda verður tryggt allan tímann. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Nýjar stöðvar

Þeir vagnar sem aka Snorrabraut í dag og stoppa á Hlemmi munu fá nýjar stöðvar við Snorrabraut, sitt hvorum megin við gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. 

Leiðir sem aka suður Snorrabraut munu stoppa sunnan Laugavegar milli Laugavegar og Grettisgötu, en leiðir sem aka norður Snorrabraut munu stoppa á nýrri stöð milli Laugavegar og Hverfisgötu.

Nýjar Stoppistöðvar á Snorrabraut.
Nýjar Stoppistöðvar á Snorrabraut. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert