Arndís valinn Dýraverndari ársins 2023

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er Dýraverndari ársins 2023.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er Dýraverndari ársins 2023. Ljósmynd/Aðsend

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta, er Dýraverndari ársins 2023.

Viðurkenningin var veitt á nýliðnum aðalfundi Dýraverndarsambands Íslands og hlaut Arndís viðurkenninguna fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. 

Í tilkynningu segir að mikið hafi áunnist í þágu velferðar villi- og vergangskatta af hálfu félagsins þau tíu ár sem það hefur starfað. 

„Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni, (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek,“ segir í tilkynningu. 

Þá segir enn fremur að jákvætt viðhorf og aukin meðvitund almennings á mannúðlegri meðferð villikatta hafi aukist til muna með tilkomu félagsins og fyrir vikið hefur fjöldi villtra dýra fækkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert