Skúturnar eru nútíminn og framtíðin

Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir með hluta flotans í baksýn.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir með hluta flotans í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Samgöngubyltingin er í fullum gangi og margt í ferðavenjum okkar mun taka breytingum á næstu árum,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.

Grænu skúturnar, rafknúnu hlaupahjólin sem fyrirtækið er með í útgerð, eru um 3.300 og áberandi á götum borginnar. Þróunin hefur verið hröð á undanförnum árum og sífellt fleiri nota skúturnar góðu til þess að komast leiðar sinnar.

40 þúsund notendur á mánuði

Starfsemi Hopp Reykjavík hófst árið 2019 og byrjaði smátt. Á síðasta ári voru notendur, það er fólk sem greip tiltækar skútur sem á vegi urðu til þess að komast milli staða, rúmlega 40 þúsund á hverjum mánuði frá maí og fram í nóvember. Yfir árið voru notendurnir 122 þúsund og ferðirnar eru um 2,2 milljónir samtals.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert