Slátrun búfjár ekki háð erlendri þjónustu

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir að jafnvel þótt nokkuð sé um að erlendir dýralæknar sinni eftirlits störfum í sláturhúsum þá sé slátrun búfjár ekki háð þjónustu erlendra sérfræðinga. 

Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar, varaformanns Pírata, um slátrun húsdýra og þjónustu erlendra sérfræðinga.

Í svari ráðherra kom fram að enginn vinna sé í gangi í ráðuneytinu við að gera slátrun búfjár óháða þjónustu erlendra sérfræðinga þar sem slík vinna kynni að fara á móti lagaákvæða í EES-samningnum.

Bjarkey sagði einnig í svari sínu að gerð hafi verið breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, þar sem ófrávíkjanleg krafa um íslenskukunnáttu dýralækna var felld niður. Þetta var gert vegna skuldbindinga við aðild að EES-samningnum. 

Að lokum kom fram að tímasetning slátrunar stýrist ekki af því hvenær þjónusta erlendra sérfræðinga er í boði, heldur er sauðfjárslátrun eina slátrunin sem er árstíðabundin sem gerir það að verkum að það kann að vera meiri þörf á þjónustu erlendra sérfræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert